miðvikudagur, 5. nóvember 2014

Nýjar Æfingar og Styttist í jólinn ..

 Sæl öll , já ég stóð ekki beint við markmiðið mitt að vera duglegri að blogga en stundum er svo erfitt að finna einhvað til að blogga um en það kemur allt ...

Ég ákvað að prufa einhvað nýtt í ræktini og er  farin að mæta á æfingu á morgnana núna og þar sem ég hafði heyrt margt gott um tíma sem heitir Styrkur og Þrek minnir mig sem eru kl 06:10 á mánudögum , miðvikkudögum og föstudögum . Ákvað ég að prufa að skella mér í þá og ég varð aldeilis ekki fyrir vonbrigðum ,, 

eins og t.d í morgun var crossfit tími eins og er alltaf á miðvikkudögum og ég sver að ég held ég hafi aldrei tekið eins vel á því , stendur varla undir sjálfum sér ahhh svo góð tilfining ..


Þessi mynd lýsir klárlega tilfiningunni !




En nú fer að líða að uppáhalds árstímanum mínum , hef alltaf verið rosa mikið jólabarn enda hvað er ekki að elska við jólin allt verður svo kósy og æðislegt
 .. Þessi jól verða þó extra æðisleg þar sem mamma bauð okkur systrum til Noregs að heimsækja systur mína og unnusta hennar og það sem mér hlakkar til að upplifa jólinn einhver staðar annar staðar en  heima :D


Annars ætlaði ég ekki að hafa þetta neitt langt ... þar til seinna <3




mánudagur, 13. október 2014

Váá orðið alltof langt síðan ég bloggaði seinast ...

Jæja tók mér loksins tíma í að setjast niður og skrifa eina færslu þar sem það er alveg vandræðilega langt síðan ég gerði það seinast ...

Eins og eflaust allir vita þá er hinn svokallaði meistaramánuður núna og ég hef því ákveðið að taka þátt og  vera með þó svo að mér finnst eiginlega bara allir mánuðir vera meistaramánuðir ætla ég samt að setja mér ný markmið og reyna standa við þau þennan mánuð ..

Markmiðin mín eru að

- Fara fyrr í hátinn , og vakna þá fyrr bæði á virkum og helgidögum..

- blogga meira

- og alltaf stunda einhverja hreyfingu hvern einasta dag hvort sem það er bara göngutúr eða ræktin ..

- gera meira með vinum..

Nú er eins gott að ég standi við þetta víst ég er að deila þessu með ykkur , en mér finnst gott að hafa einhvað til að stefna á , það heldur manni gangandi..

Annars ætlaði ég ekki að hafa þetta neitt langt en endilega ef þið hafið einhverjar góðar hugmyndir sem ég gæti sett í færslu sendiði mér póst ..


Þar til næst Birna <33 ...

fimmtudagur, 17. apríl 2014

Gleðilega Páska

ég hef verið alveg hræðilega léleg að blogga seinustu daga en ætla að fara að reyna bæta mig í því. En loksins loksins er komið langþráða páskafríið. 

Og auðvitað splæsti daman í eitt bragðarrefs háskaegg !! það sem ég er spennt að smakka það. Annars hef ég rosalega lítið að segja nema óska að sjálfsögðum öllum gellunum sem eru að fara að keppa í módelfitness á morgun innilega góða gengis og vildi óska þess að gæti keypt miða á úrslitin !! væri svo geggjað.

Annars óska ég öllu Gleðilegra Páska og ekki missa ykkur í nammiátinu ;)

þriðjudagur, 25. mars 2014

Enginn afsökun að komast ekki í ræktina

Þú getur alltaf gert heljarins workout heima,, eins og til dæmis núna í kvöld var eini tíminn sem ég hafði fyrir æfingu en átti ekki strætó miða til að fara í ræktina og langaði ekki út að labba í kuldanum svo ég ákvað bara að taka æfingu heima og ég náði að gera alveg  frekar góða workout og er eiginlega bara dauð haha ..
en ég fór innn á youtube og fann nokkur workout myndbönd sem voru með full body workout og bara með líkamsþyngd þar sem ég hafði enginn lóð , og ég mæli með að taka þetta þurfið svo sem alls ekki að gera alt en mér leiddist svo ég gerði allt ;)


Hérna eru workoutin :)

https://www.youtube.com/watch?v=-HJcmTCKGqY = 10 min ,


https://www.youtube.com/watch?v=Ya84lIVwEps = gera tvær umferðir af þessum svo verður allt í allt 20 mín

https://www.youtube.com/watch?v=Jeq0U05apJ0 = 14 mín

https://www.youtube.com/watch?v=lj2lgl0PsYw = 22 mín

Endilega kjíkið á þetta ef þið viljið gera ykkur góða og krefjandi kvöldstund og taka aðeins á því :)

þriðjudagur, 11. mars 2014

Breytingar ...

Þar sem mér fannst ég ekki alveg tilbúin andlega og tilfiningalega að fara að keppa og fara í gegnum allt sem fylgjir því hef ég ákveðið að setja það aðeins á hilluna.

Samt sem áður hef ég ákveðið að vera bara í súperformi for lifetime og held áfram að æfa alveg af krafti enda ekkert sem ég elska meira en að fara á æfingu og taka vel á því.

En hver veit kanski mun ég ákveða að keppa í nóvember ekki alveg viss með það samt en kemur bara í ljós, en ég borða rosalegan hreinan mat þó svo ég sé ekki á neinu super clean mataræði borða eg mjög hollt og elska það alveg í tætlur !

En ef ykkur vantar einhverjar ráðlegingar eða eruð með einhverjar spurningar sem ég get svarað endilega spurjið mig í komenti eða sendið skiló á facebook ;)


fimmtudagur, 13. febrúar 2014

Árangur og breytingar.

váá ég er svo ánægð með árangurinn og breytingar hjá mér. Nefnilega síðasta sumar var ég alveg frekar veik, var orðinn 43 kíló og bara brenndi öllu sem ég borðaði kastaði samt sem áður aldrei upp heldur gerði bara endalaust af æfingum og var alltaf á hreyfingu. Til dæmis gerði ég líklega samtals 200 jumping jack á hverjum deigi plús það að fara í ræktina og eitt skiptið fór ég út að hlaupa um daginn og svo aftur stuttan hring fyrir kvöldmat og svo stóran göngutúr eftir matinn svo ég var stanslaust á hreyfingu. En þökk sé móður minni  komst ég upp úr þessu er samt sem áður alltaf að berjast við þetta en í dag er ég fullkomlega heilbrigð og í góðu formi . Fór úr að vera 43 kíló og yfir í 50 kíló og það eru bara vöðvar. Og fór að lifa lífinu áður leyfði ég mér ekki að fá mér neitt um jólinn því ég var svo hrædd um að fitna og um páskana borðaði ég samt sem áður páskaegg en brenndi því strax á eftir . Var alltaf með sú reglu að ég mætti bara borða 4 sinnum á dag þannig borðaði bara morgunmat og svo hádegismat og brenndi því síðan en fékk mér svo eitt epli með hnetusmjöri og fór svo æfingu og borðaði svo kvöldmat og gerði svo æfingar áður en ég fór að sofa. En núna borða ég hollt og heilbrigt og borða 6 sinnum á dag og fer aldrei að brenna strax eftir að ég borða. Líður svo mikið betur og hef allt það þakka til móður minnar og fjölskyldu og gæti bara ekki verið glaðari með að vera orðin heilbrigð og að lifa lífinu.


þriðjudagur, 4. febrúar 2014

Spennandi tímar framundan.

Allt að gerast í undirbúningi fyrir mót besta tilfining í heimi að sjá árangur af því sem maður uppsker gleður mann alltaf jafn mikið. Það eru 10 vikkur í mót og ég er komin með æðislegan spons frá http://harlengingar.is/forsida/ ángríns vingjarnlegasta fólk sem ég hef hitt í langan tíma sem vinna þar ekkert smá æðislegt að koma þangað þannig mæli klárlega með þeim fyrir þær sem eru að fara að keppa og vilja fá flott hár og svoleiðis fyrir mótið. Einnig eru snildar hjónin Vaka og Hörður sem redduðu mér spons hjá fyrirtækinu hans Harðar sem heitir Kjarakaup algjör snild sú verslun getið séð hana hér : https://www.facebook.com/kjarakaup.is : Frábær staður til að selja gamlar og nýjar vörur og gera kjarakaup fyrir heimilið svo að ég hvet ykkur öll til að smella like á þessa síðu !  og einnig líka hjá Tölvukerfi sem þú getur séð hér http://tolvukerfi.is/ er besta fyrirtækið til þes að láta laga tölvuna þína og bara algjörlega sjá um hana. :)

Annars er mataræðið hjá mér alveg 100% en ég samt sem áður elska sunnudaga og fá mér pitsu og ís namm !! , ætla að vera dugleg að blogga hvernig gengur í ferlinum fyrir þá sem vilja fylgjast með .. :)


Nokkrar myndir fá að fylgja ;) 




Sú sem stendur alltaf við bakið á mér sama hvað.

Það er ein manneskja sem hefur alltaf staðið við bakið á mér eins og steinn sama hvað , og það er hún móðir mín. Hún hefur látið mig fara að hlæja , þurkað tárin og knúsað mig fast þegar mér finnst og heimurinn sé að brotna , horft á mig takast á við hluti og succeed en líka séð mig falla niður og dregið mig þá aftur upp á fætur og hvatt mig áfram til að gera betur og halda mér strekri áfram í gegnum lífið. Þegar ég var lítil leit ég alltaf upp til hennar og það sem hún gerði svo þegar það koma að gelgjuskeiðinu taldi ég hana nú ekki vita neitt um neitt því að hún er eldri en núna er hún mín besta vinkona og mögulega besti félaginn í gegnum lífið og ég stend í ævinlegri þakkarskuld við þig elsku Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir. <3


sunnudagur, 19. janúar 2014

Lífið þessa dagana.

Jæja loksins er ég sest niður og farinn að skrifa langt síðan ég skrifaði seinast , enda búið að vera rosalega mikið að gera í mínu lífi komin í nýjan skóla á nýja braut og með ný markmið. Er á félagsfræðibraut núna sem ert ótrulega skemtileg braut og lætur mig vilja virkilega læra og hafa fyrir þessu námi er farinn að fara á bókasafnið í skólanum að læra í götum eða eyðum sem er virkilega stórt skref fyrir mig þar sem ég hef aldrei gert það áður hef alltaf verið þessi týpa sem bíður alltaf með að læra og endar á að þurfa vinna yfir mig í heimavinnu á seinasta deigi og með allt algjörlega óskipulagt. Ég hef samt sem áður ekki mikinn áhuga á að verða einhvað í kringum félagsfræði eða sálfræði eins og er langar mig virkilega að láta reyna á að verða ritstjóri af tímariti það er einhvað sem mig hefur alltaf dreymt um að gera eða verða því ég elska að skrifa og tjá mig. Að skrifa fyrir mér er eitt af mörgum leiðum sem mér finnst þægilegast að nota til þess að tjá það sem ég hugsa og hvernig mér líður eins margir nota söng til að tjá tilfiningar sínar en ég nota ritun. Og ég vona innilega að ég geti látið þennan langþráða draum rætast að verða ritstjóri og setjast að Manhattan eða eitt af þessum stórborgum. Einnig er rosalega mikið að gera hjá mér í líkamsræktinni því núna er stefnan tekinn að því að fara keppa í nóvember í módelfitness í fyrsta skiptið. Sem ég er rosalega spennt fyrir og verður örugglega rosalega skemtileg lífsreynsla og nú legg ég allt mitt að mörkum til þess að láta verða af því. Kominn með alveg rosalega gott æfingarplan og er að æfa að allt upp í 6 sinnum í vikku og borða vel og hollt með því sem ég er alveg að elska . Ætlaði samt sem áður ekkert að hafa þetta einhvað langt bara aðeins að leyfa ykkur að lesa um hvernig lífið og tilveran er hjá mér þessa dagana. :)