sunnudagur, 19. janúar 2014

Lífið þessa dagana.

Jæja loksins er ég sest niður og farinn að skrifa langt síðan ég skrifaði seinast , enda búið að vera rosalega mikið að gera í mínu lífi komin í nýjan skóla á nýja braut og með ný markmið. Er á félagsfræðibraut núna sem ert ótrulega skemtileg braut og lætur mig vilja virkilega læra og hafa fyrir þessu námi er farinn að fara á bókasafnið í skólanum að læra í götum eða eyðum sem er virkilega stórt skref fyrir mig þar sem ég hef aldrei gert það áður hef alltaf verið þessi týpa sem bíður alltaf með að læra og endar á að þurfa vinna yfir mig í heimavinnu á seinasta deigi og með allt algjörlega óskipulagt. Ég hef samt sem áður ekki mikinn áhuga á að verða einhvað í kringum félagsfræði eða sálfræði eins og er langar mig virkilega að láta reyna á að verða ritstjóri af tímariti það er einhvað sem mig hefur alltaf dreymt um að gera eða verða því ég elska að skrifa og tjá mig. Að skrifa fyrir mér er eitt af mörgum leiðum sem mér finnst þægilegast að nota til þess að tjá það sem ég hugsa og hvernig mér líður eins margir nota söng til að tjá tilfiningar sínar en ég nota ritun. Og ég vona innilega að ég geti látið þennan langþráða draum rætast að verða ritstjóri og setjast að Manhattan eða eitt af þessum stórborgum. Einnig er rosalega mikið að gera hjá mér í líkamsræktinni því núna er stefnan tekinn að því að fara keppa í nóvember í módelfitness í fyrsta skiptið. Sem ég er rosalega spennt fyrir og verður örugglega rosalega skemtileg lífsreynsla og nú legg ég allt mitt að mörkum til þess að láta verða af því. Kominn með alveg rosalega gott æfingarplan og er að æfa að allt upp í 6 sinnum í vikku og borða vel og hollt með því sem ég er alveg að elska . Ætlaði samt sem áður ekkert að hafa þetta einhvað langt bara aðeins að leyfa ykkur að lesa um hvernig lífið og tilveran er hjá mér þessa dagana. :)