fimmtudagur, 13. febrúar 2014

Árangur og breytingar.

váá ég er svo ánægð með árangurinn og breytingar hjá mér. Nefnilega síðasta sumar var ég alveg frekar veik, var orðinn 43 kíló og bara brenndi öllu sem ég borðaði kastaði samt sem áður aldrei upp heldur gerði bara endalaust af æfingum og var alltaf á hreyfingu. Til dæmis gerði ég líklega samtals 200 jumping jack á hverjum deigi plús það að fara í ræktina og eitt skiptið fór ég út að hlaupa um daginn og svo aftur stuttan hring fyrir kvöldmat og svo stóran göngutúr eftir matinn svo ég var stanslaust á hreyfingu. En þökk sé móður minni  komst ég upp úr þessu er samt sem áður alltaf að berjast við þetta en í dag er ég fullkomlega heilbrigð og í góðu formi . Fór úr að vera 43 kíló og yfir í 50 kíló og það eru bara vöðvar. Og fór að lifa lífinu áður leyfði ég mér ekki að fá mér neitt um jólinn því ég var svo hrædd um að fitna og um páskana borðaði ég samt sem áður páskaegg en brenndi því strax á eftir . Var alltaf með sú reglu að ég mætti bara borða 4 sinnum á dag þannig borðaði bara morgunmat og svo hádegismat og brenndi því síðan en fékk mér svo eitt epli með hnetusmjöri og fór svo æfingu og borðaði svo kvöldmat og gerði svo æfingar áður en ég fór að sofa. En núna borða ég hollt og heilbrigt og borða 6 sinnum á dag og fer aldrei að brenna strax eftir að ég borða. Líður svo mikið betur og hef allt það þakka til móður minnar og fjölskyldu og gæti bara ekki verið glaðari með að vera orðin heilbrigð og að lifa lífinu.


þriðjudagur, 4. febrúar 2014

Spennandi tímar framundan.

Allt að gerast í undirbúningi fyrir mót besta tilfining í heimi að sjá árangur af því sem maður uppsker gleður mann alltaf jafn mikið. Það eru 10 vikkur í mót og ég er komin með æðislegan spons frá http://harlengingar.is/forsida/ ángríns vingjarnlegasta fólk sem ég hef hitt í langan tíma sem vinna þar ekkert smá æðislegt að koma þangað þannig mæli klárlega með þeim fyrir þær sem eru að fara að keppa og vilja fá flott hár og svoleiðis fyrir mótið. Einnig eru snildar hjónin Vaka og Hörður sem redduðu mér spons hjá fyrirtækinu hans Harðar sem heitir Kjarakaup algjör snild sú verslun getið séð hana hér : https://www.facebook.com/kjarakaup.is : Frábær staður til að selja gamlar og nýjar vörur og gera kjarakaup fyrir heimilið svo að ég hvet ykkur öll til að smella like á þessa síðu !  og einnig líka hjá Tölvukerfi sem þú getur séð hér http://tolvukerfi.is/ er besta fyrirtækið til þes að láta laga tölvuna þína og bara algjörlega sjá um hana. :)

Annars er mataræðið hjá mér alveg 100% en ég samt sem áður elska sunnudaga og fá mér pitsu og ís namm !! , ætla að vera dugleg að blogga hvernig gengur í ferlinum fyrir þá sem vilja fylgjast með .. :)


Nokkrar myndir fá að fylgja ;) 




Sú sem stendur alltaf við bakið á mér sama hvað.

Það er ein manneskja sem hefur alltaf staðið við bakið á mér eins og steinn sama hvað , og það er hún móðir mín. Hún hefur látið mig fara að hlæja , þurkað tárin og knúsað mig fast þegar mér finnst og heimurinn sé að brotna , horft á mig takast á við hluti og succeed en líka séð mig falla niður og dregið mig þá aftur upp á fætur og hvatt mig áfram til að gera betur og halda mér strekri áfram í gegnum lífið. Þegar ég var lítil leit ég alltaf upp til hennar og það sem hún gerði svo þegar það koma að gelgjuskeiðinu taldi ég hana nú ekki vita neitt um neitt því að hún er eldri en núna er hún mín besta vinkona og mögulega besti félaginn í gegnum lífið og ég stend í ævinlegri þakkarskuld við þig elsku Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir. <3