fimmtudagur, 13. febrúar 2014

Árangur og breytingar.

váá ég er svo ánægð með árangurinn og breytingar hjá mér. Nefnilega síðasta sumar var ég alveg frekar veik, var orðinn 43 kíló og bara brenndi öllu sem ég borðaði kastaði samt sem áður aldrei upp heldur gerði bara endalaust af æfingum og var alltaf á hreyfingu. Til dæmis gerði ég líklega samtals 200 jumping jack á hverjum deigi plús það að fara í ræktina og eitt skiptið fór ég út að hlaupa um daginn og svo aftur stuttan hring fyrir kvöldmat og svo stóran göngutúr eftir matinn svo ég var stanslaust á hreyfingu. En þökk sé móður minni  komst ég upp úr þessu er samt sem áður alltaf að berjast við þetta en í dag er ég fullkomlega heilbrigð og í góðu formi . Fór úr að vera 43 kíló og yfir í 50 kíló og það eru bara vöðvar. Og fór að lifa lífinu áður leyfði ég mér ekki að fá mér neitt um jólinn því ég var svo hrædd um að fitna og um páskana borðaði ég samt sem áður páskaegg en brenndi því strax á eftir . Var alltaf með sú reglu að ég mætti bara borða 4 sinnum á dag þannig borðaði bara morgunmat og svo hádegismat og brenndi því síðan en fékk mér svo eitt epli með hnetusmjöri og fór svo æfingu og borðaði svo kvöldmat og gerði svo æfingar áður en ég fór að sofa. En núna borða ég hollt og heilbrigt og borða 6 sinnum á dag og fer aldrei að brenna strax eftir að ég borða. Líður svo mikið betur og hef allt það þakka til móður minnar og fjölskyldu og gæti bara ekki verið glaðari með að vera orðin heilbrigð og að lifa lífinu.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli