miðvikudagur, 30. október 2013

Ný ævintýri.

Jæja nú er allt á fullu að pakka því það er að koma að nýjum ævintýrum. Loksins erum við að flytja í almeginlega íbúð flutningur og flytja er einhvað sem eg hef gert mjög oft í lífinu enda er þetta í fimmtánda eða sextánda skiptið sem ég er að flytja . Ég hef samt aldrei vitað ástæðuna fyrir því afhverju við fluttum svona oft held samt að það hafi verið útaf við fundum aldrei rétta heimilið nema þegar við bjuggum í Tungusíðunni það var notla algjört draumahús og við entumst þar í fimm ár lengstí tími sem ég hef búið á sama stað. En enduðum svo á að flytja þaðan en núna loksins erum við búin að vinna rétta heimilið þar sem við munum líklega búa lengi og vonandi. Heimili þar sem manni hlakkar til að koma heim og þar sem maður finnur öryggi og við þurfum ekki að búa svona eiginlega í kössum getum tekið upp úr kössunum og slakað á loksins. Það er samt gaman að hafa flutt oft og eg sé alls ekki eftir þeirri reynslu því núna hef ég upplifað mörg ævintýri og marga nýja staði frekar en aðrir krakkar sem hafa alltaf búið á sama stað og þekkja ekkert annað en að búa þar. En það sem fylgdi þessum flutningum er að skipta um skóla líka og ég hef verið í 7 grunnskólum samt vandist maður aldrei því að vera nýja stelpan alltaf jafn erfitt en þökk sé því að hafa verið í svona mörgum skólum þekki ég rosa mikið af krökkum á mörgum stöðum. Veit ekki hversu marga ég get talið upp sem ég hef verið með í bekk eða skóla. En lífið á að vera fjölbreytt og ævintýralegt eða það finnst mér og mig hlakkar til að sjá hvað þetta nýja upphaf og ævintýri hefur upp á að bjóða.

föstudagur, 18. október 2013

Unlingur,

Við erum unlingar við klúðrum mörgu , við nennum ekki alltaf að sinna náminu okkar , sumir svindla og sumir stela , aðrir lifa lífinu á góðan hátt. Þetta eru erfið ár eins og þegar þú ert sextán ára hefur þú smá vald og átt eiginlega að vera mjög sjálfstæð en samt er svo margt sem við meigum ekki gera. Þú ert talinn fullorðinn en mátt samt sem áður samkvæmt lögum ekki gera neitt eiginlega sem fulllorðið fólk fær að gera. Þú kanski kynnist fyrstu ástin þinni á þessum ár sem kanski verður að eilífu , þú fær fyrsta ástarsorgið á þessum árum, þér finnnst allt svo spennandi í þessum heimi og langar að prufa allt en gerir það samt ekki en sumir gera það og eru þá búin með þann pakka þegar þau verða fullorðinn. Þessi ár eru bæði bestu og verstu ár lífs þíns þetta eru árin sem þú færð að njóta þín og vera frjáls áður en alvaran tekur við . Þá koma kanski börn og fjölskyldur og reikningar og margt margt fleira svo þú getur ekki verið eins frjáls og gert það sem þig langar þegar þig langar. Flestir finna sig á þessum árum , finna hvað þau vilja læra hvað þau vilja fá úr lífinu aðrir eru allt lífið að finna út hverjir þeir eru og finna aldrei það rétta sem þau vilja fá úr lífinu. Það eru endalausir möguleikar sem lífið bíður þér upp á og þú getur gert flest allt samt ekki næstum allt en þú getur það ef viljinn er fyrir hendi. Þú eignast þína bestu vini á þessum árum sem flestir endast lengi lengi. En þetta er sá tími sem lífið reynir mest á þig til að sjá hversu strekur karakter þú ert. Svo miklar freistingar að gera einhvað sem ekki er sniðugt enda meira en helmingur af unlingum í heiminum í algjörru rugli og nálægt því að sturta lífinu sínu niður í klóstið bara fyrir skammtíma gleði. En aðrir eru ekki í þeim pakka en við erum öll enn að læra hvernig við eigum að höndla þetta líf og alla þessa möguleika og freistingar og krefjandi verkefni sem þetta frábæra líf býður upp á.

miðvikudagur, 9. október 2013

Elsku besta systir.

Ég á bestu vinkonum sem ég hef gengið gegnum allt með bæði súrt og líka sætt. Þó svo að við rífumst mjög oft og höfum átt mjög leiðinlega daga saman erum við samt alltaf góðar saman og elskum alltaf hvor aðra. Við höfum alltaf verið eins og tvíburara og gert margt og gengið í gegnum margt á sama tíma . Oft koma nú samt dagar þar sem við alveg hötum hvor aðra og var oft þannig þegar við vorum yngri en svo eru dagarnir miklu fleiri þar sem við erum bestu vinkonur. Ég man alltaf þegar við vorum litlar vorum við að finna upp á fullt af mjög heimskulegum hlutum til að gera ef við höfðum verið að horfa á bíómynd sem var um dans fórum við í dansleik leið og myndin var búin og ef við horfðum á fimleika mynd fórum við í fimleika leik á trampólíninu. Svo var ég að muna eitt núna við fórum alltaf í þannig dansleik að við dönsuðum við lögin sem shakira söng og ég lék shakiru og þú lékst dansarana og svo skiptumst við á. Sama þótt við rífumst verðum við alltaf vinkonur aftur. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og eg alltaf fyrir þig . Þegar þú verður leið hefuru aldrei verið mikið fyrir að leyfa fólki að knúsa þig eða hugga þig en ég hef alltaf komið til þín og huggað þig og þurkað tárin eða hjálpað þér að komast gegnum það sem var að angra þig , og það hefur þú líka gert fyrir mig . Við erum báðar mjög sterkir aðilar enda gengið í gegnum margt sem margir á okkar aldri eru ekki búin að ganga í gegnum. Við lærðum að hætta að vera vondar við hvort aðra og vera æðislegar og urðum þar í leiðinni bestu vinkonur og hún ástkæra stóra systir okkar hjálpaði til með það enda eigum við bestu stóru systir sem hægt er að hugsa sér . Eins og er alltaf sagt við höfum gengið í gegnum svo margt saman og þess vegna allt sem drepur okkur ekki gerir okkur bara sterkari enda erum við mjög sterkar saman. Ég held alavega að ég hafi aldrei átt betri vinkonu þig og ekki þú heldur hefuru alavega sagt .  Elska þig og söru meira en lífið sjálft eruð bestu vinkonur sem hægt er að hugsa sér og skiptir miklu máli að hafa ykkur alltaf að.

föstudagur, 4. október 2013

Vandræðileg augnablik og lífið sjálft

Talandi um vandræðileg augnablik , hver hefur ekki lent í vandræðilegum augnablikum ég held að alavega önnur hver manneskja eigin einhver gömul mjög vandræðileg augnablik eða minningar. Ég hef hins vegar ekki átt mörg vandræðileg augnablik nema eitt sem stendur upp úr þegar ég var á yngri árunum og var semsagt að fara í dúkkuleik með systur minni og við vorum að keppast um hver myndi ná besta plássinu og ég var hlaupandi á eftir henni en hún beygði en ég semsagt gleymdi því og hljóp beint á píanó og fékk stórt gat á hausinn og blóð streymdi bara úr hausnum. Held að allir í fjölskylduni hafi fengið mini hjartaáfall. Það eiga samt nú allir þau vandræðilegu móment að vera að horfa á sjónvarpið með foreldrum þínum og í flest öllum myndum nú til dags eru kynlífsatriði og alltaf þarf það að koma þegar maður horfir með mömmu sinni og pabba og akkurat á því augnabliki er eins og allt fari í slow motion því þetta móment er svo fáranlega lengi að líða yfir og hjartað í  manni er á fullu og vonin í hæsta stigi að foreldrar þínir fari nú ekki að segja einhvað vandræðilegt. En þetta er það sem gerir lífið svo skemtilegt að lenda í vandræðilegum augnablikum sem manni finnst kanski alls ekki gaman á því mómenti en þegar þú verður eldri áttu eftir að springa úr hlátri yfir því. Vegna þess að við vitum aldrei hversu mikinn tíma við höfum á jörðinni , lífið er bara ein stund í einu , einn dagur í einu svo notaðu allan þann tíma sem þú hefur til að gera skemtilegt úr hverri stund eða hverjum degi og reyndu að gera það besta úr öllu  því hamingjusamasta fólkið er ekki fólk sem á það besta af öllu heldur fólk sem gerir það besta úr litlum hlutum eða stórum. Eins og ég vil alltaf hugsa þegar ég hugsa um lífið, það er njóta littlu hlutana í lífinu útaf einn daginn áttu eftir að líta aftur og átta þig á að það voru stóru hlutirnir í lífinu þínu.