föstudagur, 29. nóvember 2013

Hættu að bíða og farðu að gera .

Hversu oft hefur maður lent í því að ætla að gera einhvað eða þurfa að gera einhvað en alltaf hugsaði æji ég geri þetta á morgun eða æji ég byrja á mánudaginn. Í stað þess að nota tækifærið og gera það bara strax því ef maður heldur þessari hugsun endalaust áfram með að ætla gera allt á morgun þá endanum kemur í ljós að þú gerðir bara aldrei neitt og mun það örugglega vera þín mesta eftirsjá. Enginn veit hversu mikinn tíma við höfum í þessu lífi og við þurfum þess vegna að njóta hvers augnabliks og fagna hvers dags sem við fáum að vakna og standa á fætur því jú það eina sem við höfum ekki nóg af er tími og hann líður rosalega hratt. Ef þú þarft að segja einhverjum einhvað eða vilt spurja einhvern að einhverju ekki bíða með það gerðu það bara sem fyrst og ekki hugsa en hvað ef því þá muntu aldrei komast úr þeim hugsunum og finna kjarkinn til að gera það sem þú ætlar að gera.En eins og ég nota alltaf just go for it því hvað er það versta sem gæti gerst ? .