mánudagur, 30. september 2013

Skilnaðarbarn.

Þegar ég heyri orðið skilnaður hugsa ég um sársauka reiði  en líka smá gleði. Fyrir mig og örugglega flest börn og fullorðna er skilnaður það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum eða alavega í flestum tilfellum sum staðar er það besta sem hægt er að gera en það er mjög sjaldan þannig. Að vera heil fjölskylda semsagt hafa bæði mömmu sina og pabba á heimilinu veitir manni ákveðið öryggi. En þegar það ákveðna öryggi brotnar í tvennt veit maður ekki alveg hvernig maður á að vera eða hvernig manni á að líða sem barni hvort maður eigi að vera reiður eða sár eða taka hlutunum bara eins og þeir eru. En þetta er einhvað sem setur í þér alltaf og mun alltaf gera það sama hvað þessi sársauki. Þarf samt ekki alltaf að vera sársauki það getur margt gott komið úr skilnaði líka þú færð að kynnast foreldrum þínum betur í hvoru lagi , eignast kanski ný systkini og nýja stjúpforeldra. Það er samt rosalega erfitt að koma sér úr þessari mynd af þessari heilu og eins og manni fannst fullkomnu fjölskyldu og sætta sig við að það verður ekkki aftur . En fjölskyldur eru eins misjafnar og þær eru margar jafnvel þótt maður eigi ekki lengur þessa heildar fjölskyldu er þetta samt alltaf fjölskylda manns og eiginlega ein stór fjölskylda nema ekki undir sama þaki. Það segjir samt enginn manni að þetta sé auðvelt að koma saman nýjum fjölskyldum eða taka í sundur eina fjölskyldu alls ekki. Tekur mjög andlega á fyrir flesta aðila í fjölskylduni en mesti sársaukinn sem ég upplyfði sem skilnaðar barn var að þurfa að vera annað hvort hjá mömmu eða pabba ekki geta verið hjá báðum í einu. Fannst ég alltaf upplifa það þannig að þyrfti að velja á milli en það er notla alls ekki þannig og börn eiga ekki þurfa að upplifa sig þannig því foreldrar þínir elska þig alltaf sama hvað og þú særir ekki mömmu þína ef þú hefur gaman með pabba þínum og þú særir ekki pabba þinn ef þú hefur gaman með mömmu þinni en mörg skilnaðarbörn upplifa það þannig og finnst þetta vera endalaust stríð sem þau hafa engan sjéns á að vinna. Leið og maður áttar sig á því að maður þurfi ekki að hugsa þannig og það sé ekki þannig verður allt miklu léttara og skýrara og maður getur farið að slaka á og jafnað sig almeginlega á skilnaðinum á tekist á við fjölskylduna eins og hún kemur.

sunnudagur, 29. september 2013

Fullkomnun

Ég heiti Birna  er hálfgert með anorexiu. Ætli ástæðan fyrir því sé ekki hvernig staðalímyndunin er í þessum heimi alltaf sá maður þegar maður var yngri að það var fallegast að vera sem grennst með mjóar lappir og beinin smá standandi út. En ég held samt að aðal ástæðan fyrir því sé að alltaf frá því ég var lítil hef ég aldrei þolað hvernig ég var mikil massi ég vildi vera með svona mjóar lappir eins og systur minarr. Og ég fékk sko aldeilis að heyra frá ákveðnum aðila að ég væri ekki með mjóar lappir. Hvert skipti sem ég fór í bxurnar hennar brjálaðist hun og sagði að ég mundi stækka buxurnar hennar svo mikið og alltaf braut það mig að heyra þetta í hvert skiptið og einn daginn var ég að máta gamlar buxur af x og B kom inn og vildi sko virkilega láta mig heyra það að eg væri ekki með nógu grannar lappir eða nóg og grönn til að fara í þær með því að segja „Þær eru alltaf litlar á þig birna þú passar sko ekki í þetta „ og akkúrat á þessu augnabliki brotnaði allt og eg ákvað að ég ætlaði sko að sína henni að ég væri með nógu grannar lappir og nóg og grönn til að geta farið í hvað sem er og þar byrjaði þetta allt. Ég hef sjálf alltaf verið grönn en algjör massi en nuna seinustu tvö ár hefur mér fundist vera sett svo mikil pressa á mig að vera þessi fullkomni módel líkami svo ég fór að minnka  allt það óholla borða bara hollt hreyfa mig mjög mikið. Það hélt áfram svo fór það þannig að ég fór að brenna eftir hverja máltíð. Ég fór að léttast mikið og blæðingarnar stoppuðu og allt í einu var eg kominn niðri 42,9 kiilo, áður en eg fór alvegsvona langt niður byrjaði eg fá hrós hvort eg hafði grennst og að ég liti rosalega vel út og í fyrsta skipið var ég virkilega ánægð með hvernig égsjálf leit út. En öll þessi hrós voru ekki lengi að breytast í áhyggjur fólk fór að spurja mömmu mina og systur hvort ég væri nokkuð með anorexiu og afhverju ég væri orðin svona rosalega grönn. Mamma fór að hafa rosalega áhyggjur og ég var ekki ánægð með það því ég vildi ekki að hún væri leið en alltaf þegar ég leit í spegill sá ég þessi stóru læri sem eru alls ekki stór og í raunini eins og tannstönglar , þennan stóra maga sem er í raunin svo ör mjór svo ég hélt áfram. Svo var þetta að verða komið alltof langt þannig ákveðið var að ég færi norður til systur minnar til að láta mér líða aðeins betur þar fékk ég vel að borða haha en ég hætti ekki að brenna matnum ég gerði það leið og ég gat sem var ekki oft þannig ég náði aðeins að lagast varð aðeins líflegri. Stuttu seinna þegar ég fór heim og var búin að vera heima í nokkra dag var ég eiginlega aftur kominn niður , frænka mín  sem er einkaþjálfari fór að hafa virkilegar áhyggjur og segja mér frá öllum hættunum sem fylgjir þessum ferli. Svo ég fór í mælingar og nú átti sko að fara að breyta til og ég fékk nýtt lyftingarprógram því núna ætla ég að massa mig upp,  Það var rosalega erfitt og tók mjög á andlega að hætta að hugsa um að brenna öllu sem ég borða og fara að lyfta bara og bæta á mig massa. En það er ég búin að gera seinustu daga og strax er farinn að sjást árangur vöðvarnir farnir að stækka og koma aftur og andlitið orðið fylltar og þá núna loks átta ég mig á því að það er ekki þessi fullkomni líkami að vera með mjó læri og beinin standandi út en jújú auðvitað verð ég mjög grönn enþá en ég verð með massa og ég verð heilbrigðari því það er svo mikið flottara maður þarf bara að átta sig á því.

Þunglynd fólk eru bestu leikarar lífsins.

ég þekki stelpu sem var er ein sú glaðasta manneskja í heimi aldrei leið dagur án þess að bros væri á vör hjá þessari stúlku alltaf hugsaði ég hvernig fer hún að þessu að vera alltaf svo hamingjusöm og glöð en svo kemur það í ljós að henni hefur aldrei liðið eins illa. Það er nefnilega það , þú getur falið allt , aldrei hefði neinum dottið í hug að þessi glaðlynda stelpa hefði meiri áhuga á að deyja en að lifa , að hún myndi skera sig til að losa sársaukan að henni liði eins og hún væri í algjörum myrkri og að aldrei kæmi sól. En svona er þessi svokallaða gríma sama hvað gengur á getur hún alltaf sett upp brosið og litið hamingjusöm út og engum grunar neitt. Á meðan inn í henni öskrar sársaukinn og myrkrið. Það tel ég  vera bestu leikarar lífsins að geta sett upp allt þetta hamingjusamlega og broslega leikrit fyrir öllum. Það sem allir og ég læri mest af þessari manneskju að maður veit aldrei hvernig fólki líður getur sjaldnast séð það á fólkinu því all flestir innbyrgða það inn í sér.