föstudagur, 4. október 2013

Vandræðileg augnablik og lífið sjálft

Talandi um vandræðileg augnablik , hver hefur ekki lent í vandræðilegum augnablikum ég held að alavega önnur hver manneskja eigin einhver gömul mjög vandræðileg augnablik eða minningar. Ég hef hins vegar ekki átt mörg vandræðileg augnablik nema eitt sem stendur upp úr þegar ég var á yngri árunum og var semsagt að fara í dúkkuleik með systur minni og við vorum að keppast um hver myndi ná besta plássinu og ég var hlaupandi á eftir henni en hún beygði en ég semsagt gleymdi því og hljóp beint á píanó og fékk stórt gat á hausinn og blóð streymdi bara úr hausnum. Held að allir í fjölskylduni hafi fengið mini hjartaáfall. Það eiga samt nú allir þau vandræðilegu móment að vera að horfa á sjónvarpið með foreldrum þínum og í flest öllum myndum nú til dags eru kynlífsatriði og alltaf þarf það að koma þegar maður horfir með mömmu sinni og pabba og akkurat á því augnabliki er eins og allt fari í slow motion því þetta móment er svo fáranlega lengi að líða yfir og hjartað í  manni er á fullu og vonin í hæsta stigi að foreldrar þínir fari nú ekki að segja einhvað vandræðilegt. En þetta er það sem gerir lífið svo skemtilegt að lenda í vandræðilegum augnablikum sem manni finnst kanski alls ekki gaman á því mómenti en þegar þú verður eldri áttu eftir að springa úr hlátri yfir því. Vegna þess að við vitum aldrei hversu mikinn tíma við höfum á jörðinni , lífið er bara ein stund í einu , einn dagur í einu svo notaðu allan þann tíma sem þú hefur til að gera skemtilegt úr hverri stund eða hverjum degi og reyndu að gera það besta úr öllu  því hamingjusamasta fólkið er ekki fólk sem á það besta af öllu heldur fólk sem gerir það besta úr litlum hlutum eða stórum. Eins og ég vil alltaf hugsa þegar ég hugsa um lífið, það er njóta littlu hlutana í lífinu útaf einn daginn áttu eftir að líta aftur og átta þig á að það voru stóru hlutirnir í lífinu þínu.

1 ummæli:

  1. Mikið ertu flottur penni elsku Birna mín.
    Takk fyrir að deila hugsunum þínum með okkur. Þessi pistill var bæði fyndinn og skemmtilegur og fékk mann til að brosa og hugsa um ýmislegt, bæði skemmtilegt og sorglegt.
    Glæsilegt hjá þér og flott og rétt hugsun.

    Ég er stolt af þér og stolt af því að vera stjúpmamma þín.
    Knús,
    Íris.

    SvaraEyða