föstudagur, 18. október 2013

Unlingur,

Við erum unlingar við klúðrum mörgu , við nennum ekki alltaf að sinna náminu okkar , sumir svindla og sumir stela , aðrir lifa lífinu á góðan hátt. Þetta eru erfið ár eins og þegar þú ert sextán ára hefur þú smá vald og átt eiginlega að vera mjög sjálfstæð en samt er svo margt sem við meigum ekki gera. Þú ert talinn fullorðinn en mátt samt sem áður samkvæmt lögum ekki gera neitt eiginlega sem fulllorðið fólk fær að gera. Þú kanski kynnist fyrstu ástin þinni á þessum ár sem kanski verður að eilífu , þú fær fyrsta ástarsorgið á þessum árum, þér finnnst allt svo spennandi í þessum heimi og langar að prufa allt en gerir það samt ekki en sumir gera það og eru þá búin með þann pakka þegar þau verða fullorðinn. Þessi ár eru bæði bestu og verstu ár lífs þíns þetta eru árin sem þú færð að njóta þín og vera frjáls áður en alvaran tekur við . Þá koma kanski börn og fjölskyldur og reikningar og margt margt fleira svo þú getur ekki verið eins frjáls og gert það sem þig langar þegar þig langar. Flestir finna sig á þessum árum , finna hvað þau vilja læra hvað þau vilja fá úr lífinu aðrir eru allt lífið að finna út hverjir þeir eru og finna aldrei það rétta sem þau vilja fá úr lífinu. Það eru endalausir möguleikar sem lífið bíður þér upp á og þú getur gert flest allt samt ekki næstum allt en þú getur það ef viljinn er fyrir hendi. Þú eignast þína bestu vini á þessum árum sem flestir endast lengi lengi. En þetta er sá tími sem lífið reynir mest á þig til að sjá hversu strekur karakter þú ert. Svo miklar freistingar að gera einhvað sem ekki er sniðugt enda meira en helmingur af unlingum í heiminum í algjörru rugli og nálægt því að sturta lífinu sínu niður í klóstið bara fyrir skammtíma gleði. En aðrir eru ekki í þeim pakka en við erum öll enn að læra hvernig við eigum að höndla þetta líf og alla þessa möguleika og freistingar og krefjandi verkefni sem þetta frábæra líf býður upp á.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli