miðvikudagur, 30. október 2013

Ný ævintýri.

Jæja nú er allt á fullu að pakka því það er að koma að nýjum ævintýrum. Loksins erum við að flytja í almeginlega íbúð flutningur og flytja er einhvað sem eg hef gert mjög oft í lífinu enda er þetta í fimmtánda eða sextánda skiptið sem ég er að flytja . Ég hef samt aldrei vitað ástæðuna fyrir því afhverju við fluttum svona oft held samt að það hafi verið útaf við fundum aldrei rétta heimilið nema þegar við bjuggum í Tungusíðunni það var notla algjört draumahús og við entumst þar í fimm ár lengstí tími sem ég hef búið á sama stað. En enduðum svo á að flytja þaðan en núna loksins erum við búin að vinna rétta heimilið þar sem við munum líklega búa lengi og vonandi. Heimili þar sem manni hlakkar til að koma heim og þar sem maður finnur öryggi og við þurfum ekki að búa svona eiginlega í kössum getum tekið upp úr kössunum og slakað á loksins. Það er samt gaman að hafa flutt oft og eg sé alls ekki eftir þeirri reynslu því núna hef ég upplifað mörg ævintýri og marga nýja staði frekar en aðrir krakkar sem hafa alltaf búið á sama stað og þekkja ekkert annað en að búa þar. En það sem fylgdi þessum flutningum er að skipta um skóla líka og ég hef verið í 7 grunnskólum samt vandist maður aldrei því að vera nýja stelpan alltaf jafn erfitt en þökk sé því að hafa verið í svona mörgum skólum þekki ég rosa mikið af krökkum á mörgum stöðum. Veit ekki hversu marga ég get talið upp sem ég hef verið með í bekk eða skóla. En lífið á að vera fjölbreytt og ævintýralegt eða það finnst mér og mig hlakkar til að sjá hvað þetta nýja upphaf og ævintýri hefur upp á að bjóða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli