mánudagur, 30. september 2013

Skilnaðarbarn.

Þegar ég heyri orðið skilnaður hugsa ég um sársauka reiði  en líka smá gleði. Fyrir mig og örugglega flest börn og fullorðna er skilnaður það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum eða alavega í flestum tilfellum sum staðar er það besta sem hægt er að gera en það er mjög sjaldan þannig. Að vera heil fjölskylda semsagt hafa bæði mömmu sina og pabba á heimilinu veitir manni ákveðið öryggi. En þegar það ákveðna öryggi brotnar í tvennt veit maður ekki alveg hvernig maður á að vera eða hvernig manni á að líða sem barni hvort maður eigi að vera reiður eða sár eða taka hlutunum bara eins og þeir eru. En þetta er einhvað sem setur í þér alltaf og mun alltaf gera það sama hvað þessi sársauki. Þarf samt ekki alltaf að vera sársauki það getur margt gott komið úr skilnaði líka þú færð að kynnast foreldrum þínum betur í hvoru lagi , eignast kanski ný systkini og nýja stjúpforeldra. Það er samt rosalega erfitt að koma sér úr þessari mynd af þessari heilu og eins og manni fannst fullkomnu fjölskyldu og sætta sig við að það verður ekkki aftur . En fjölskyldur eru eins misjafnar og þær eru margar jafnvel þótt maður eigi ekki lengur þessa heildar fjölskyldu er þetta samt alltaf fjölskylda manns og eiginlega ein stór fjölskylda nema ekki undir sama þaki. Það segjir samt enginn manni að þetta sé auðvelt að koma saman nýjum fjölskyldum eða taka í sundur eina fjölskyldu alls ekki. Tekur mjög andlega á fyrir flesta aðila í fjölskylduni en mesti sársaukinn sem ég upplyfði sem skilnaðar barn var að þurfa að vera annað hvort hjá mömmu eða pabba ekki geta verið hjá báðum í einu. Fannst ég alltaf upplifa það þannig að þyrfti að velja á milli en það er notla alls ekki þannig og börn eiga ekki þurfa að upplifa sig þannig því foreldrar þínir elska þig alltaf sama hvað og þú særir ekki mömmu þína ef þú hefur gaman með pabba þínum og þú særir ekki pabba þinn ef þú hefur gaman með mömmu þinni en mörg skilnaðarbörn upplifa það þannig og finnst þetta vera endalaust stríð sem þau hafa engan sjéns á að vinna. Leið og maður áttar sig á því að maður þurfi ekki að hugsa þannig og það sé ekki þannig verður allt miklu léttara og skýrara og maður getur farið að slaka á og jafnað sig almeginlega á skilnaðinum á tekist á við fjölskylduna eins og hún kemur.

2 ummæli:

  1. Mikið er þetta flott skrifað hjá þér elsku Birna mín. Það er gjöf að geta komið hugsunum sínum svona á blað og ég er stolt af þér að nýta þér það og þannig létta á þér og þínum huga um leið.

    Þú ert svo þroskuð og rökrétt í hugsunum þínum elsku stelpan mín. Ég er svooooo stolt af þér.
    Þín stjúpmamma,
    Íris

    SvaraEyða