miðvikudagur, 9. október 2013

Elsku besta systir.

Ég á bestu vinkonum sem ég hef gengið gegnum allt með bæði súrt og líka sætt. Þó svo að við rífumst mjög oft og höfum átt mjög leiðinlega daga saman erum við samt alltaf góðar saman og elskum alltaf hvor aðra. Við höfum alltaf verið eins og tvíburara og gert margt og gengið í gegnum margt á sama tíma . Oft koma nú samt dagar þar sem við alveg hötum hvor aðra og var oft þannig þegar við vorum yngri en svo eru dagarnir miklu fleiri þar sem við erum bestu vinkonur. Ég man alltaf þegar við vorum litlar vorum við að finna upp á fullt af mjög heimskulegum hlutum til að gera ef við höfðum verið að horfa á bíómynd sem var um dans fórum við í dansleik leið og myndin var búin og ef við horfðum á fimleika mynd fórum við í fimleika leik á trampólíninu. Svo var ég að muna eitt núna við fórum alltaf í þannig dansleik að við dönsuðum við lögin sem shakira söng og ég lék shakiru og þú lékst dansarana og svo skiptumst við á. Sama þótt við rífumst verðum við alltaf vinkonur aftur. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og eg alltaf fyrir þig . Þegar þú verður leið hefuru aldrei verið mikið fyrir að leyfa fólki að knúsa þig eða hugga þig en ég hef alltaf komið til þín og huggað þig og þurkað tárin eða hjálpað þér að komast gegnum það sem var að angra þig , og það hefur þú líka gert fyrir mig . Við erum báðar mjög sterkir aðilar enda gengið í gegnum margt sem margir á okkar aldri eru ekki búin að ganga í gegnum. Við lærðum að hætta að vera vondar við hvort aðra og vera æðislegar og urðum þar í leiðinni bestu vinkonur og hún ástkæra stóra systir okkar hjálpaði til með það enda eigum við bestu stóru systir sem hægt er að hugsa sér . Eins og er alltaf sagt við höfum gengið í gegnum svo margt saman og þess vegna allt sem drepur okkur ekki gerir okkur bara sterkari enda erum við mjög sterkar saman. Ég held alavega að ég hafi aldrei átt betri vinkonu þig og ekki þú heldur hefuru alavega sagt .  Elska þig og söru meira en lífið sjálft eruð bestu vinkonur sem hægt er að hugsa sér og skiptir miklu máli að hafa ykkur alltaf að.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli