miðvikudagur, 20. apríl 2016

Auðvelt að villast og týnast á nýjum stað....

Í gær ákváðum við mægður að skella okkur í Ikea og ég tók að mér að plana strætóferðina , svo ég og Ólöf ætluðum að byrja á að taka strætó í vinnuna til mömmu og fara svo með strætó þaðan í Ikea. Ég fann ferðina og taldi mig vera með þetta alveg á hreinu þannig við lögðum af stað...

Svo loksins þegar strætóin kom byrjaði bílstjórin að tala norsku og við skildum hann ekki alveg svo við báðum hann um að tala ensku sem var ekkert skárra því hann talaði hana ekki vel svo hann gafst upp á að útskýra og við borguðum og fórum inn en svo kom í ljós að þessi strætóferð sem átti að taka 16 mín endaði á að taka 30 mín og við enduðum á að fara út niðrí miðbæ...

Við nenntum ekki að leita af öðrum strætó svo við ákváðum að taka bara lestina í vinnuna til mömmu og þegar á stoppistöðina var komið áttum við að labba bara upp brekkuna en það voru 3 brekkur í boði þannig við völdum bara eina sem var ekki rétt en við fundum þetta svo á endanum og vorum þá loksins komnar í vinnuna til mömmu.

Síðan gekk mjög vel að taka strætó þaðan og í Ikea en svo á leiðinni heim föttuðum við að okkur vantaði 20 kr upp á fyrir strætóferðini og gátum ekki notað kort svo þá hófst leitinn að hraðbanka og þegar við vorum við það að gefast upp fattaði mamma hún gæti tekið frammyfir á kortinu sínu á bensínstöðinni þannig við gerðum það og komust í strætó loksins. En svo átti Ólöf að mæta til læknis kl 19;30 svo ég og Ólöf tókum strætó á spítalan vorum samt ekki alveg vissar hvar þetta var sem hún átti að mæta og vorum að verða frekar seinar og þá kom í ljós að þetta var ekki á spítalanum heldur 5 mín frá þannig við hlupum þangað og náðum svo tímanum.

Svo tókum við strætó heim sem við vissum að færi í hverfið hjá okkur en svo stoppaði hann niðri bæ og svo var einn maður að reyna koma inn en bílstjórinn kallaði bara Halló Halló á hann og sagði nei við hann svo hann fór út og við héldum að það væri útaf hann hljóp fyrri strætóin rétt áður svo héldum við áfram að tala og gleymdum okkur aðeins og litum svo upp og þá voru við einar í strætóinu og bílstjórinn að kalla Halló Halló þá var þetta víst lokastöðinn og víð áttum að fara út en sem betur fer annar strætó fyrir aftan sem fór í hverfið okkar..

Þetta var mjög skrautlegur dagur !!..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli