laugardagur, 16. apríl 2016

3 mánuðir !!

Langt síðan ég var hér seinast en ég eiginlega hætti að blogga útaf ég var ekki alveg með áhugan við það en hann er kominn núna..

Það eru komnir 3 mánuðir núna síðan ég pakkaði í töskur og flutti til Noregs með mömmu og litlu systir. Sennilega besta ákvörðun sem við höfum tekið en ég ætla ekki að ljúga því þetta var líka mjög erfitt og búið að vera erfitt en samt svo þess virði og allt er á uppleið. Erum fluttar núna í Stavanger og erum í 10 mín göngufæri frá miðbænum sem er æðislegt ! 

Ég sver að ég hef aldrei labbað eins mikið og eftir að við fluttum hingað þar sem ég labba allt sem ég fer sem mér finnst æðislegt og maður mætir endalaust af fólki því hér er mikið líf þú sérð alltaf eitthvað fólk úti og þá sérstaklega á sunnudögum útaf þá er allt lokað nema veitingastaðir og kaffihús.

En það er líka erfitt að flytja svona inn í nýtt land og ætli það erfiðasta sé ekki að tala ekki alveg Norsku og þá sérstaklega útaf það er ekki mikið talað ensku en það pressir bara ennþá meira á mann að læra tungumálið betur og er það á fullri leið að koma hjá mér en hey ég get alavega pantað á Mcdonalds og Starbucks á norsku svo það hlýtur að vera einhver byrjun.

En ég ætla ekki að segja að það hafi ekki verið svoltið skrýtið að flytja til útlanda útaf fyrst var ég alltaf með tilfininguna að við værum bara hér í fríi og færum svo bara heim til Íslands og þess vegna fannst manni maður þurfa gera allt strax en svo lærði ég að slaka á og áttaði mig á því að ég er að fara búa hérna og hef nógan tíma til að gera allt.

Ætla ekki að hafa þetta lengra en þetta er bara byrjunin því ég ætla að stefna á að blogga meira í framtíðini... ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli